DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Glæsileg 3 herbergja íbúð á besta stað með frábæru útsýni á Ísafirði.
Íbúðin er skráð samkv. FMR 99,5 m², þar af er íbúðin sjálf 93,1 m² og Sérgeymsla með hillum á jarðhæð er 6,4 m². * Sameign var nýlega tekin í gegn, skipt var um teppi og stigagangurinn málaður.
* Búið er að leggja nýtt harðparket á alla íbúðina
* Innihurðar voru endurnýjaðar
* Eldhúsið hefur verið endurnýjað
* Veglegir fataskápar eru í hjónaherbergi og í forstofu
* Sér þvottahús er innan íbúðar
Lýsing á eign;Komið er inn í
forstofu með nýlegum skápum, parket á gólfi.
Eldhús með fallegri hvítri innréttingu, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Harðparket á gólfi og ágætis borðkrókur.
Þvottahús með hillum og skolvask er inn af eldhúsi.
Rúmgóð og björt
stofa / borðstofa með parketi á gólfi, útgengt á svalir með góðu útsýni yfir bæinn.
Bjartur gangur með harðparketi,
2 rúmgóð svefnherbergi.Hjónaherbergi með harðparketi og nýlegum skápum.
Rúmgott
barnaherbergi með harðparketi.
Baðherbergi er flísalagt, innrétting með vask og baðkar með sturtu.
Sameign er snyrtileg, nýlega var skipt um teppi og sameign máluð.
Hjólageymsla og þurrkherbergi er í sameign.
Garður og sameiginlegur sólpallur á milli húsa.
Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.