DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Stekkar 19 er einstakt einbýli með óhindrað útsýni út á fjörðinn.
Húsið er skráð 289,7 fm. Þar af er efri hæðin 146,5 fm og neðri hæðin er skráð 106,2 fm + 37 fm sér rými á sér fastanúmeri.
* Einstakt útsýni er úr eldhús & stofuglugganum.
* Stúdíó / Útleigu herbergi á neðri hæð með sér inngang.
* Möguleiki á 8 svefnherbergjum eða 2 útleigu íbúðum á neðri hæðinni.Baklóðin er einstök, eigendur hafa nostrað við að gera fallegt fyrir aftan húsið! 2 útisturtur, sólpallur og eldstæði sem er hlaðið úr drápuhlíðargrjóti.
Engin hús eru fyrir ofan húsið og því er einstaklega friðsælt og fallegt um að litast í garðinum.Efri hæðin telur;
forstofu með flísum, lítið gestasalerni, stóra stofu með stórum gluggum en útgengt er á svalir frá stofunni, þaðan er óhindrað útsýni út á fjörðinn.
Eldhús með eldri innréttingu og búr þar innaf.
Sér svefngangur, 2 svefnherbergi (voru áður 3) eru á efri hæðinni, þau eru öll með harðparket á gólfi, glæsilegt baðherbergi með walk in sturtu, innrétting með 2 vöskum og upphengt salerni.
Gengið er niður steyptan stiga á neðri hæðina, þar eru 5 rúmgóð svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi með sturtu sem einnig er búið að gera upp.
Einnig er á jarðhæðinni - EKTA ÚTLEIGUÍBÚÐ - sér inngangur er í einnigu sem er á sér fastanumeri, það er skráð 37 fm. Gengið er inn um sér inngang í rúmgóð forstofu, inn af forstofu er salerni með vask ásamt rúmgóðu herbergi sem auðveldlega væri hægt að breyta í stúdíó íbúð. Hægt er að ganga inn í stúdíó íbúðina frá alrými neðri hæðarinnar.
Einstakt hús sem hefur verið rekið sem hluti af gistiheimili sl, árin. Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.