Brunnar 11, 450 Patreksfjörður
57.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
138 m2
57.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
57.470.000
Fasteignamat
41.250.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Mikið endurnýjað einbýlishús við Brunna 11 á Patreksfirði.

Búið er að útbúa litla STUDIO ÍBÚÐ í hluta af bílskúrnum.
Húsið sjálft er 106,6 fm og bílskúrinn er 32 fm, samtals eru þetta 138,6 fm.


* LEIGUTEKJUR - STUDIO ÍBÚÐ Í BÍLSKÚR
* Þakjárn endurnýjað & endurnýjaður þakkantur með led lýsingu 
* Húsið er einangrað & klætt með bárujárni að utanverðu
* Gluggar endurnýjaðir
* Neysluvatnslagnir endurnýjaðar
* Frárennslislagnir endurnýjaðar
* Búið er að endurnýja eldhúsið
* 4 Svefnherbergi eru innan eignar


Lýsing á eigninni;
Gengið er inn í flísalagða forstofu. 
Stofan er opin og björt með fallegu útsýni, harðparket er á gólfi, parketið flæðir um alrými eignarinnar. 
Eldhúsið var allt tekið í gegn nýlega og er sérlega vel heppnað, eldhúsið var stækkað yfir í borðstofu við breytingarnar, löng innrétting er undir 2 gluggum. Stór veggjaeinning með búrskáp og ofni er þar á móti og eyja er í miðju eldhúsi með skúffum og vínkæli. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja í eldhúsi.
Þvottahús inn af eldhúsi, þar er málað gólf og útgangur út í bakgarð frá þvottahúsi.
Svefngangur með 4 svefnherbergjum, harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með ljósum flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuaðstöðu og hvít innrétting.
Hjónaherbergi með harðparketi á gólfi og fataskáp.
3 barnaherbergi, þar af eitt minna, með harðparketi á gólfum og fataskápum.

Bílskúrinn stendur sér við hlið hússins, í bílskúr er sér stúdíoíbúð sem er í útleigu.
Lýsing; gengið er inn í lítla forstofu, rúmgott herbergi með svefnrými og eldhúsaðstöðu, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi með baðkari, salerni og innrétting, dúkur á gólfi.
Í fremri hluta bílskúrs er sér geymsla.
Nýtt hallandi þak er á skúrnum.
- Það á eftir að klæða bílskúrinn að utan.

Stór og skjólsæll garður

Hér er um að ræða sérlega mikið endurnýjað hús, þar sem búið er að endurnýja allar vatns og frárennslislagnir, þak, þakkant ásamt lýsingu, glugga, eldhús og gólfefni ásamt því að útbúa íbúð í bílskúr hússins sem er með sér mæli í töflu þannig að leigjandin getur greitt sjálfur fyrir sína notkun. Garðurinn er afgirtur og gróinn.

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.