DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Hugguleg 3 herbergja íbúð á neðri hæð við Aðalstræti 39 Patreksfirði.
Íbúðin sjálf er 83,4 fm.
* Búið er að endurnýja alla glugga
* Búið er að skipta um þakið
* Skolp endurnýjað út í götu
* Allat neyslu og ofnalagnir endurnýjaðar
* Nýlegt eldhús
* Baðherbergið var nýlega endurnýjað
* Nýlegur sólpallur með einstöku útsýni út á fjörðinn.Gengið er inn um sameiginlegan inngang með neðri hæðinni, teppi er á stigagangi.
Forstofan / hol er með nýlegu harðparketiá gólfi, nýlegar innihurðar eru í allar vistarverur.
Eldhúsið er með nýlegri eldhúsinnréttingu, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingunni. Harðparket er á gólfi
Stofan er með nýlegu harðparketi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, laus skápur og harðparket á gólfi
Barnaherbergið er ágætlega stórt, laus skápur og harðparket.
Baðherbergið er snyrtilegt, það var nýlega tekið í gegn. Walk inn sturta, innrétting með vask og upphengt salerni. Parket flísar eru á gólfi.
Þvottahús er innan íbúðar.
Lítil
geymsla er undir stiga.
Mikið endurnýjuð íbúð sem vert er að skoða.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.