DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Mikið endurnýjuð íbúð á efri hæð við Aðalstræti 39 Patreksfirði...* Búið er að endurnýja þakjárn
* Búið er að endurnýja alla glugga
* Baðherbergi var endurnýjað fyrir nokkrum árum þ.m.t vatnslagnir og skolp
Íbúðin sjálf er 83,8 fm.Gengið er inn um sameiginlegan inngang með neðri hæðinni, teppi er á stigagangi.
Forstofan / holið er með flísum á gólfi.
Eldhúsið er með ljósri eldhúsinnréttingu, flísar eru á gólfum og góður borðkrókur.
Stofan er með harðparketi á gólfi
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, laus skápur og harðparket á gólfi
Barnaherbergið er ágætlega stórt, laus skápur og harðparket.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með endurnýjuðum vatnslögnum, baðkar, innrétting með vask og salerni.
Þvottahús/geymsla er með flísum á gólfi og oppnanlegum glugga. Stigi er uppá háaloft frá þvottahúsinu.
Búið er að skipta um þakjárn, mála og múrviðgera húsið ásamt því að drena húsið að ofanverðu. Eigendur eru búin að smíða nýjar tröppur og sólpall við húsið. Frábært útsýni er yfir fjörðinn. Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.