Sigtún 31, 450 Patreksfjörður
30.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á pöllum
2 herb.
64 m2
30.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
33.250.000
Fasteignamat
21.700.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Sigtún 31, efri hæð með sér inngang í 8 íbúða raðhúsi.

Hér er um að ræða glæsilega 2 herbergja 64.8 fm íbúð með uppteknum loftum sem er öll nýtekin í gegn.

* Nýjar vatnslagnir eru í íbúðinni
* Allt rafmagn í eldhúsinu er nýlegt
* Nýlegar innréttingar, gólfefni og hurðar
* Öll íbúðin var nýlega máluð
* Nýleg útidyrahurð, svalahurð og þakglugginn er nýlegur
* Nýlegur gluggi í hjónaherbergi


- Gengið er inn í flísalagða forstofu,
Eldhúsið er opið og bjart með veglegri innréttingu. Ný hvít eldhúsinnrétting frá IKEA ásamt nýlegum tækjum. Helluborð, veggofn, örbylgjuofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgja með íbúðinni. 
Samtengt eldhúsinu er forstofuskápur og innrétting fyrir þvottavél og þurkara.
Baðherbergið er glæsilegt, walk in sturta með glerskilrúmi, upphengt salerni og ný innrétting. Fibo plötur eru á veggjum og flísar á gólfi.
Stofan er opin og björt, gengið er út á svalir frá stofu, hátt er til lofts og gler skilur að hluta af eldhúsinu og stofu sem gerir íbúðina sérlega bjarta. Fallegt útsýni er frá svölum íbúðarinnar.
Rúmgott hjónaherbergi með uppteknu lofti eins og í stofu og alrými eignarinnar.
Fallegt gráleitt harðparket er á allri íbúðinni að frátalinni forstofu og baðherberginu.

Köld geymsla er staðset undir útitröppum sem fylgir með eigninni.

 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.