DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Urðargata 23, neðri sér-hæð í húsi sem að áður var einbýlishús.
* Íbúðin sjálf er 63 fm.
* Sér inngangur
* Frábært útsýni Lýsing á eigninni; Gengið er niður steyptan stiga meðfram húsinu að utanverðu.
Inngangurinn í íbúðininn er svo fyrir neðan hús.
Steypt stétt er fyrir neðan hús þar sem að gengið er inn í íbúðina, þar er einnig sér inngagnur í þvottahús efri hæðar.
Forstofan er flísalögð, þar er innbyggt fatahengi, gengið er inn á salerni frá forstofu.
Salernið er með dúk á gólfi en flísalagða veggi, baðkar með sturtuaðstöðu, handlaug og salerni. Opnanlegur gluggi er á baði sem er farin að láta á sjá.
Eldhúsið er með eldri eldhúsinnréttingu með rennihurðum (rennihurðar eru orðnar lélegar), dúkur er á gólfi og rennihurð er í veggnum.
Skemmtilegt útsýni er úr eldhúsi og stofu yfir hafnarsvæðið. Stofan er rúmgóð með glugga á tvo vegu, plastparket á gólfi í stofu, gangi og á hjónaherbergi.
Hjónaherbergið er með skáp (þó engum skáphurðum), dúkur er á gólfi.
Rúmgott
þvottahús / geymsla er innan íbúðar.
Laus til afhendingar við kaupsamningAllar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.