Hjallar 15, 450 Patreksfjörður
58.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
172 m2
58.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
78.350.000
Fasteignamat
42.000.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Fallegt einbýlishús á Hjöllum 15 á Patreksfirði.

Hér er á ferðinni skemmtilegt fjölskyldu hús sem búið er að endurnýja töluvert, Efri hæðin er 117,4 fm og bílskúrinn er 55.3 fm. Samtals eru þetta 172,7 fm.

* EIGENDUR SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN *

* Nýlegt eldhús er í húsinu ásamt neysluvati og rafmagni sem tilheyrir eldhúsinu.
* Steinn er á borðum í eldhúsi
* Í húsinu eru 3 svefnherbergi en þau geta auðveldlega verið 5
* Fallegt harðparket er á alrýminu
* Búið er að saga niður veggi á milli eldhús og stofu til að opna rýmið.
* Stór & nýlegur sólpallur er fyrir framan húsið
* Stór bílskúr

Búið er að opna á milli eldhús og stofu og koma fyrir glæsilegri eldhúsinnréttingu með stórri eyju sem tengir saman alrými eignarinnar. Hvítur steinn er á borðum í eldhúsinu sem nýtur sín vel í opna rýminu. Vandað viðarparket er á alrýminu og búið er að breyta herbergisskipan hússins og því er stórt sjónvarpshol sem hægt væri að breyta í 2 svefnherbergi til viðbótar við þau 3 sem eru nú þegar eru í eigninni. 
Baðherbergið er upprunalegt, þar eru flísar á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuaðstöðu ásamt innréttingu með vask ásamt salerni.


Lýsing á eigninni;

Gengið er inn í flísalagða forstofu, búið er að setja hita í gólfið, stórar 60x60 náttúru flísar eru á gólfi. Búið er að endurnýja forstofu skápinn sem er með 2 stórum rennihurðum sem ná upp í loft, önnur er með spegli og hin er hvít.
Þegar að inn er komið er stofan og eldhúsið í opnu rými. Glæsilegt eldhús þar sem engu var til sparað, hvít háglans innrétting með rúmgóðum tækjaskáp og 2 bakaraofnum eru í innréttingunni. Stór eyja með spanheuuluborði skilur að eldhúsið og borðstofuna. Steinn er á borðum sem má leggja heitt á.
Stofan/Borðstofan er opin og björt. Fallegt útsýni er út á fjörð.
Rúmgott sjónvarpshol er á svefngangi eða hægra megin við forstofuna þegar að inn er komið. Þar var áður þvottahúsið og 1 barnaherbergi. Lítið mál væri að breyta þessu rými aftur í 2 svefnherbergi. (Þá væru komin 5 sverfnherbergi í húsið.)
Hjónaherbergið er rúmgott með skápum sem búið er að mála.
2 barnahebergi, annað með lausum skáp.
Baðherbergið er upprunalegt og því komið á tíma. Það er flísalagt í hólf og gólf, með salerni, innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu.
Þvottahúsið er í dag staðsett til bráðabirgða í litlu rými sem áður var gestasalerni.
Bílskúrinn er mjög rúmgóður, hann er eins og áður sagði 55,3 fm, þar er innrétting með vask og hann er með pússuðum veggjum. Búið er að stúka af geymslu í öðru horninu.

Þetta er tignarlegt hús sem búið er að endurnýja töluvert og mikið var lagt í þær framkvæmdir sem búið er að gera.

Allar uppls um eignina gefur Steinunn Sigmund Lgfs. í síma 839-1100 eða á [email protected]


 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.