Skútinn , 450 Patreksfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Bjór- & Skemmtistaðir
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

SKÚTINN - BAR / REKSTUR á Patreksfirði er til sölu. 

* Einstakt tækifæri á sunnanverðum vestfjörðum!
* Góður leigusamningur við Vesturbyggð
* Félag í fullum rekstri


Reksturinn hefur verið með einföldu sniði en mikið hefur verið lagt í gott andrúmsloft, stemningu og framúrskarandi þjónustu sem hefur skilað sér í miklu umtali og frábærri endurgjöf. Mikil vaxtatækifæri eru í veitingarekstrinum og ekki síður í vetraropnun.


SKÚTINN er staðsettur í stóru steinhúsi við höfnina sem gengur undir nafninu Verbúðin og er Barinn staðsettur í nýuppgerðu rými sem áður hýstu beitningastarfsemi útgerðarinnar. Innréttingarnar á SKÚTANUM eru einstakar og hefur staðurinn hráan en hlýlegan blæ þegar gengið er inn af hafnarsvæðinu. Mikil vinna var lögð í hönnun staðarins.

Gengið er inn í myndarlegt veitingarými með stórum bar sem býður upp á ýmsar mismunandi uppstillingar á borðum og stólum. Rúmgott eldhús með nýlegum tækjum er inn af barnum og leyfi til veitingasölu er fyrir hendi. Einstakur bíósalur, jafnstór eldhúsinu er innangengt úr veitingasal. Nokkuð stór grasflöt er við gafl hússins og stórt plan fyrir framan innganginn þar sem iðulega stendur 40fm stórt veislutjald yfir sumartímann sem vakið hefur mikla lukku. Tjaldið og skjólveggurinn fylgir með rekstrinum ásamt öllum naglföstum munum, innréttingum og innanstokksmunum. Gott hljóðkerfi er á staðnum, myndvarpar og önnur tæki til fundarhalds eða annarra viðburða.

Húsnæðið er í eigu sveitarfélagsins og fylgir rekstrinum góður leigusamningur með vilyrði um áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu í húsinu. 

SKÚTINN ER STÓRSKEMMTILEGUR STAÐUR Í ÖRUGGU LEIGUHÚSNÆÐI MEÐ SAMNING VIÐ VESTURBYGGÐ

Áhugasamir hafi samband við Steinunni hjá DIXON fasteignasölu.

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.