DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Sigtún 35 ENDA ÍBÚÐ á efri hæð með sér inngangi í 8 íbúða húsi.
Hér er um að ræða glæsilega 2 herbergja 64.8 fm íbúð með uppteknum loftum sem var nýlega tekin í gegn.
* Búið er að endurnýja vatnslagnir í íbúðinni.
* Búið er að endurnýja gólfefni, hurðar & innrétingar
* Allt baðherbergið hefur einnig verið endurnýjað
* Nýlega var skipt um þak á húsinu
* Frábært útsýni er frá svölum hússins
** ÍBÚÐIN GETUR VERIÐ LAUS VIÐ KAUPSAMNINGS **Sér inngangur er inn í íbúðina, flísar eru á gólfi við forstofu sem teygja sig inn á baðherbergi. Hiti er í gólfi undir flísum.
Nýleg hvít háglans eldhúsinnrétting er í
eldhúsinu, samtengdur skápur nær yfir heilan vegg, en þar er einnig skápur fyrir þvottavél og þurkara ásamt forstofuskáp.
Nýleg tæki eru í eldhúsinu, innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél fylgja með í eldhúsinu.
Baðherbergið er með nýjum fibo plötum á veggjum, nýlegum flísum og salerni og innréttingu. Upphengt salerni og innrétting með vask. Nýjar loftaplötur og innfeld ljós.
Stofan er opin og björt, hátt er til lofts og skemmtilegur gluggi er á milli stofu og eldhúss. Útgengt er á suður svalir frá stofu. Búið er að endurnýja tréverk á svölum.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart, harðparket er á gólfi og upptekin loft.
Einnig er búið að endurnýja svalahurð og þakgluggi og útidyrahurðin er nýleg.
* Köld geymsla er undir tröppum
Húsið var mikið endurnýjað á sl. árum. Að utan var húsið málað, skipt var um þak og allt timburverkið á svölum var endurnýjað, allir þakgluggar voru endurnýjaðir í húsinu.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.