DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Einbýlishús við Brunna 7 á Patreksfirði.
Húsið sjálft er 130,7 fm og bílskúrinn er 24,4 fm. Samtals eru þetta 155,1 fm.
* 3-4 Svefnherbergi eru í húsinu
* Stór og gróinn garður er fyrir framan húsið
* Búið er að endurnýja vatnslagnir
* Búið er að endurnýja skolpið
* Húsið er klætt að utan með steníplötum og einangrað
* Búið er að endurnýja rafmagnstöfluna Lýsing eignar;Gengið er upp steyptar tröppur upp að húsinu, þar eru skjólgóðar svalir.
Forstofan er flísalögð, þegar að inn er komið er hol sem áður var nýtt sem herbergi nr 4, þar er einnig rúmgóð geymsla sem bíður uppá mikla möguleika.
Stór
stofa er opin og björt, útgengt er í litla sólstofu.
Eldhúsið er opið og bjart, eikar innrétting og rúmgóður borðkrókur.
Gengið er inn í
þvottahús, þar er skolvaskur og útgengt út í garð.
Svefngangur með hjónaherbergi og 2 barnaherbergjum.
Baðherbergi með glugga. Búið er að endurnýjað baðherbergið, upphengt salerni og innrétting með vask. Walk inn sturta sem er flísalögð í hólf og gólf.
Bílskúrinn er samtengdur húsinu, bílskúrshurð og gönguhurð er á hlið hússins. Inn af bílskúrnum er rúmgóð geymsla sem er ekki inn i fm tölu eignarinnar.
Garðurinn er sérlega gróin og fallegur. Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.