DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Virkilega vel skipulagt og skemmtilegt hús við Bugðatún 15 á Tálknafirði.
LÆKKAÐ VERÐ!
* Þetta er Nýlegt hús, byggt árið 2019, því eru allar lagnir, innréttingar og gólfefni nýleg.
* Bílskúrinn er rúmgóður, hátt er til lofts og geymsla er inn af bílskúrnum.
* Húsið sjálft er 96,8 fm. Bílskúrinn er 23,2 fm. Hátt er til lofts í bílskúrnum.
* Þetta er eitt af fáum húsum í þorpinu sem er kynt með hitaveitu.
* 4 Svefnherbergi eru í húsinu
* Nýlegur sólpallur er við húsiðLýsing á eign;
Nýlegur sólpallur er út frá stofu hússins, gert er ráð fyrir gróðurhúsi á steyptan stall sem stendur út frá sólpallinum. Timbur pallur/dekk er einnig meðfram baklóð hússins.Gengið er inn í flísalagða
forstofu með skáp.
á vinstri hönd þegar að inn er komið er
þvottahúsið, það er rúmgott með innréttingu og gert er ráð fyrir þvottavél og þurkara í vinnuhæð. Flísar á gólfi. Frá þvottahúsi er svo gengið inn í bílskúrinn.
Rúmgott baðherbergi með sturtu, innréttingu með vask og upphengdu salerni. Flísar eru á gólfi inn á baði og fíbó plötur eru á veggjum.
3 Svefnherbergi eru í húsinu, hjónaherbergið er rúmgott með veglegum skáp með rennihurðum.
2 barnaherbergi, bæði með skápum.
Stofan og eldhús eru í opnu rými. Stór gluggi í stofunni hleypir byrtunni inn. Svalahurð opnast frá borðstofu og út í garð.
Eldhúsið sem er L laga eikar-innréttingu sem er snyrtileg, ágætis vinnupláss. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í eldhúsinnréttingu og ísskáp.
Bílskúrinn er flísalagður, upptekin loft eru í skúr og bílskúrshurðaopnari á bílskúrhurð. Búið er að útbúa rúmgott svefnherbergi í elnda bílskúrs, einnig er sér geymsla þar sem útgengt er út á baklóð.
Einnig er geymsluloft yfir hluta af herberginu.
Harðparket er á gólfum eignarinnar að frátöldu baðherbergi, forstofu og þvottahúsi.Þetta er sérlega vel skipulagt hús á einni hæð með rúmgóðum bílskúr við Bugatún 15 á Tálknafirði.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.