Vesturbrún seld 3, 845 Flúðir
105.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
7 herb.
262 m2
105.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
147.350.000
Fasteignamat
79.050.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

EIGNIN ER SELD MEÐ 30 DAGA FYRIRVARA!


FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI - Stórglæsilegt einbýlishús & 4 GESTA - ÚTLEIGUEINING


Samtals er heildar fasteignin  262,3 fm að stærð, byggt árið 2008, steypt og allt umhverfi, lóð og girðing virkilega snyrtilegt.  Húsið gæti hentað vel til útleigu ferðamanna eða fyrir stóra fjölskyldu.   
* Húsið stendur miðsvæðis á Flúðum og því stutt í sund, á golfvöllinn og í alla þjónustu.
* Eignin skiptist í tvær byggingar en stórt bíslag með gluggum tengir þær saman sem myndar stórt og skjólgott port.



Hér er um að ræða 147,2 fm Einbýlishús sem telur stofu, eldhús, 2 hjónasvítur með baðherbergi innaf ásamt fataherbergi/þvottahúsi..
Við hlið húsins stendur sér 115,1 fm GESTA // ÚTLEIGU eining  með 4 herbergjum og hvert þeirra er með sér baðherbergi & sér inngang.
Húsin tvö eru tengd saman með yfirbyggðu lofti að hluta til.

Einstaklega fallegt einbýlishús á Flúðum - Sannkölluð sveit í borg.


Stórglæsilegt Einbýlishús með gólfsíðum gluggum og hátt til lofts. Stór stofa & eldhús eru í opnu rými. Veglegar innréttingar. Að innan skiptist húsið í svefnherbergi með baðherbergi innaf, sjónvarpsherbergi, annað baðherbergi og þvottahús með útgengi út á verönd, forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í opnu rýmu og sólstofu.  Vandaðar innréttingar og gólfefni, gegnheilt parket og flísar á gólfum. Í hinni byggingunni eru fjögur glæsileg herbergi öll með baðherbergjum. Sérinngangur að utan er í öll herbergin. Eitt af þessum fjórum svefnherbergjum er teiknað sem bílskúr.

Forstofa með fataskápum sem ná til lofts. Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og innaf því er baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu og baðkari.  Sjónvarpsherbergi með parketi á gólfi. Annað baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með innréttinu og sturtu. Innaf baðherbergi er opið inn í rými þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.  Stórt opið rými sem skiptist í eldhús, stofu og borðstofu með parketi og flísum á gólfi. Í eldhúsi er stór og vönduð innrétting með mjög miklu skápaplássi og eyju, granít borðplötur. Í innréttingu er spanhelluborð, vifta og tveir blástursofnar.  Stór ísskápur, uppþvottavél og vínkælir.  Úr stofu er gengið inn í sólstofu með flísum á gólfi. Úr sólstofu er gengið út í garð. Garðurinn er glæsilegur. Upphitað munstursteypt bílaplan og verönd allan hringinn með heitum potti. Fullkomið stýrikerfi er fyrir pottinn.  Steypt girðing með glerveggjum og ryðfríum festingum umlykur lóðina og í girðingunni innanverðri er næturlýsing.  Þar sem ekki er munstursteypt stétt eru grjótbeð sem steypt er undir og niðurföll.

 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.