Seljalandsvegur 42, 400 Ísafjörður
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
3 herb.
217 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1959
Brunabótamat
84.050.000
Fasteignamat
75.650.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Spennandi eign á Seljalandsvegi 42 á Ísafirði.

Hér er um að ræða einbýlishús sem var áður 2 íbúðir.
* Húsið hefur því 2 fastanúmer og auðvelt væri að hafa leigutekjur af sér íbúð á neðri hæðinni.
* Húsið hefur verið endurnýjað töluvert sl. árin.
*Grunnskólinn & íþróttastarf í göngufæri.

- Efri hæðin er skáð 115,7 fm, neðri hæðin er skráð 101,8 fm. Samtals eru þetta 217.5 fm.

* 2 Baðherbergi
* 4 Rúmgóð svefnherbergi
* Innangengt í Bílskúr
* Frábært útsýni er út á fjörð
* Ljóst harðparket er á öllu alrými á báðum hæðum.


Gengið er inn á neðri hæð hússins, forstofan er með flísar á gólfi og gólfihita, búið er að endurnýja fataskáp og útidyrahurð.
Lítið baðherbergi með salerni, sturtu og innréttingu sem búið er að endurnýja frá A til Ö, hiti er í vegg til að þurka handklæðin.
Stórt hjónaherbergi með fataherbergi innaf, veglegir skápar sem ná upp í loft í fataherbergi.
Rúmgott barnaherbergi.
Þvottahúsið hefur verið endurnýjað, þar er hvít innrétting með aðstöðu f. þvottavél og þurkara í vinnuhæð ásamt vask. Flísar á gólfum og gólfhiti.
Innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi, bílskúrinn er ágætlega rúmgóður. Búið er að stækka hurðargatið fyrir bílskúrshurðina og setja nýja hurð í ásamt bílskúrshurðaopnara. Frá bílskúr er innangengt í litla geymslu undir stiga.
Rúmgott hol er á neðri hæðinni, en þaðan er gengið upp timbur stiga á efri hæð hússins.

Þegar að upp er komið eru þar 2 rúmgóð svefnherbergi á vinstri hönd.
Forstofa
með skápum og flísar á gólfi. Gengið er upp tröpur á hægri hlið hússins.
Stofan er opin og björt, einstaklega fallegt útsýni er út á fjörð úr stóra stofuglugganum.
Borðstofan er við hlið eldhússins en þar voru eigendur með sjónvarpshol.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu, búið er að filma borðplötuna og hluta af eldhúsin til fegrunar. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu. 
Aðal baðherbergið er með máluðum flísum á gólfi, baðkari salerni og innréttingu með vask.
- Háaloft er fyrir ofan stiga.


Húsið stendur á 695 fm lóð.
Seljendur skoða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu.

Húsið hefur fengið töluvert viðhald sl. árin, sjá má upptalningu í söluyfirliti.
Hér er möguleiki fyrir stórfjölskylduna til að hreiðra um sig þar sem er nóg pláss eða skipta húsinu aftur í 2 íbúðir og leigja frá sér hluta hússins.
* Leigutekjur - Útleiguíbúð - Útsýni - stúdíó - auka íbúð *

 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.