Sælundur seld 3, 465 Bíldudalur
45.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7 herb.
183 m2
45.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
74.100.000
Fasteignamat
29.150.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

EIGNIN ER SELD MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVARA


Sælundur 3 ber nafn með réttu, hér er um að ræða Einbýlishús við sjóinn í blíðunni á Bíldudal þar sem er einstakt útsýni út á sjóinn, lækur rennur á lóðarmörkum og fjaran er hársbreidd frá húsinu.

* 5 Svefnherbergi
* 2 Baðherbergi
* Óhindrað útsýni er út á sjó
* Töluvert er af óskráðum fermetrum á efri hæð hússins.


EINSTÖK STAÐSETNING NIÐUR VIÐ SJÓ!


Lýsing á eigninni;
Húsið er skráð 183.8 fm, þar af er neðri hæðin 132.2 fm og risið er aðeins skráð 51.6 fm.

Á neðri hæð er forstofa með korkflísum á gólfi. 
Rúmgóð stofa með óhinduðu útsýni út á sjó, stórir stofugluggarnir gefa eigninni einstakt yfirbragð. Útgengt er á skjólsælan sólpall frá stofu.
Eldhús og stofan hafa útsýni út á sjó, eldhúsið var endurnýjað fyrir nokkurum árum. Hvít eldhúsinnrétting með eikar borðplötu, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu og fínn eldhúskrókur. Ljósar kork flísar eru á gólfi.
Þvottahús er inn af eldhúsi, þar eru auðvitað gluggar sem snúa einnig niður að sjó þannig að hægt er að njóta útsýnisinns áfram á meðan að gengið er frá þvottinum;) Í þvottahúsi er eldri innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurkara í vinnuhæð.  Hægt er að ganga út úr þvottahúsi og út á lóð.
3 Svefnherbergi eru á neðri hæðinni. Hjónaherbergi er með skápum og barnaherbergin eru 2 á neðri hæðinni ( einnig eru 2 rúmgóð herbergi í risinu ásamt sjónvarpsholi/skrifstofu)
Baðherbergið var einnig endurnýjað fyrir nokkurum árum, fíbó plötur eru á veggjum, hornbaðkar og innrétting með vask og salerni.
Gestabað er einnig á neðri hæðinni, þar er handlaug, salerni og sturta.
- Timbur stigi er upp á efri hæð hússins, þar er að finna rými sem er að mörgu leyti óskrifað blað, þar er hátt til lofts yfir miðrýminu sem lækkar svo til beggja átta í súð sem er að mestu leyti ekki skráð í heildar fm hússins.
Efri hæðin telur mjög rúmgóða skrifstofu/svefnherbergi, rúmgott hol sem ætlað var að nýta sem sjónvarpshol ásamt öðru svefnherbergi. Þá er einnig rúmgóð geymsla á efri hæðinni. 
* Samkvæmt þjóðskrá íslands er efri hæðin aðeins skráð 51.6 fm en hún er töluvert stærri.


Þetta hús stendur á einstökum stað og það býður upp á ótal möguleika.
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.