Naustabryggja efsta hæð 7, 110 Reykjavík (Árbær)
84.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
5 herb.
126 m2
84.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2002
Brunabótamat
66.320.000
Fasteignamat
67.550.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;


PENTHOUSE ÍBÚÐ Á EFSTI HÆÐ Í LITLU FJÖLBÝLI Í BRYGGJUHVERFINU

Eignin er opin og björt, hátt er til lofts í alrými eignar. Sólríkar svalir eru við stofu.

* Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir.
* 4 Svefnherbergi eru innan íbúðar
* 2 Baðherbergi
* Sér þvottahús

** EIGENDUR SKOÐA SKIPTI Á DÝRARI EIGN Í MIÐBÆNUM **


Íbúðin sjálf er skráð 126,2 fm og er á 3 & 4 hæð í litlu fjölbýli við Naustabryggju 7 í Reykjavík.
Aðalhæðin er 80,9 fm og rishæðin sem er að hluta til undir súð er 42,5 fm. Gólfflötur efri hæðar er því töluvert stærri en uppgefnir fm segja til um.
Bílastæði sem fylgir í bílakjallara er ekki skráð heildar fm. eignarinnar.

Nánari lýsing:
Gengið er inn á aðal hæð íbúðarinnar, anaddyri er opið við alrými. Hjónaherbergi með skápum. 1 barnaherbergi sem í dag er nýtt sem sjónvarpshebergi, stofa, eldhús og þvottahús.
Parketlagt anddyri með fataskáp, þaðan er gengið inn í bjarta stofu með útgengi á sólríkar, flísalagðar suðvestur svalir.
Eldhús og stofa liggja í L-laga rými. Eldhúsið er rúmgott með góðum innréttingum og skápaplássi, mikil lofthæð er í eldhúsi og stofu.
Innaf eldhúsi er þvottahús með innréttingu og skolvaski, þar er rými fyrir þvottavél, þurrkara og frysti.
Á hæðinni eru tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með innfelldum fataskápum og góðri lofthæð. Flísalagt baðherbergi með baðkari, ljósar flísar á gólfi og veggjum.
Hjónaherbergi með skápum og uppteknum loftum að hluta til ásamt rúmgóðum skápum.
Barnaherbergi nr. 1 er á aðal hæðinni, það er með skáp og góðri lofthæð.
Steyptur hringstigi er á milli hæða.

Efri hæð: 
Parketlagt bjart hol. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum.
Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa.

Fljótandi parket er á allri íbúðinni, nema baðherbergjum og þvottahúsi þar eru flísar. Íbúðin er vel skipulögð, gluggar á neðri hæð eru stórir og er íbúðin mjög björt. Þakgluggar eru á efri hæð.
Sérgeymsla og stæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara. Bílastæði er ekki inn í fermetratölu.

Sameign:
Stigagangur er teppalagður, þar eru opnanlegir gluggar, hjóla- og vagnageymsla er í húsinu. Engin lyfta er í sameign enda er hússjóðurinn aðeins 18.000 kr.

** Eignin er virkilega vel skipulögð, falleg og vel um gengin. Klædd að utan og viðhaldslítil. 

 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.