DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Vel skipulagt einbýlishús við Móatún 9 á Tálknafirði - Laust fljótlega!
Húsið sjálft er 124 fm, en einnig stendur s.a 40 fm bílskúrs grunnur við hlið hússins.* Fallegt útsýni er frá húsinu
* 4 svefnherbergi
* Rúmgott eldhús
* Sólpallur
* Útsýni út á sjó
* Bílskúrs grunnur er klár við hlið hússinsLýsing á eigninni:Eldhúsið er opið og bjart með 3 gluggum sem snúa út á fjörð, harðparket er á gólfi og eldhúsinnrétting sem að búið er að mála hvíta. Gott pláss er fyrir eldhúsborð.
Stofan er við hlið eldhússins, harðparketi er á gólfi, útgengt er á skjólgóðan sólpall.
Í dag eru
4 svefnherbergi í húsinu, búið er að breyta gömlu forstofunni í svefnherbergi en hún er í dag nýtt sem geymsla.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, harðparket er á gólfi og rúmgóðir skápar.
2 barnaherbergi með harðparketi á gólfi, skápur er í öðru herberginu.
Baðherbergið er með baðkari, dökkri innréttingu og flísum á gólfi. Hiti er í gólfi og oppnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Gengið er inn á hægri hlið hússins, en þar er upphaflega gert ráð fyrir þvottahúsi.
Þvotthahúsið er með flísum á gólfi, rúmgóð
geymsla er þar fyrir innan en þar væri hægt að koma fyrir þvottahúsinu með góðu móti ef nýjir eigendur vilja aðskilja þvottahúsið frá forstofunni.
Garðurinn er frekar stór, snúrur og matjurtarkassar eru á baklóð hússins.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.