DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á Tálknafirði
Húsið er byggt árið 1991 samkv. FMR og það er 140,7 fm en einnig fylgir geymsluskúr á baklóð. Stór og skjólgóður sólpallur er fyrir framan húsið, uppblásin heitapottur fylgir með eigninni.
* 4 Svefnherbergi
* Stórt og fjölskylduvænt eldhús
* Öll heimilistæki geta fylgt með í kaupum
* Innfeld hallogen lýsing er í alrými eignarinnar
* Bjart og fallegt hús Lýsing á eign;Gengið er inn í flísalagða
forstofu með góðum skápum einnig er hiti í gólfi.
Þegar að inn er komið er
stór stofa og eldhús á vinstri hönd, búið er að opna á milli eldhúss og stofu og koma fyrir stórri eyju í eldhúsinu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með í kaupum. Eigendur settu nýja borðplötu á allt eldhúsið og í eyjuna, komið var fyrir innfeldu rafmagnsboxi með innstungum og usb í eyjuna og einnig var sett nýtt gólfefni þegar að opnað var á milli.
Svefngangur er með 4 svefnherbergjum, herbergin eru öll frekar rúmgóð, skápar eru í 3 þeirra.
Svalahurð er úr hjónaherbergi út á baklóð.Baðherbergið er með flísum á gólfi og fibó plötum á veggjum. Rúmgóður skápur er á vegg ásamt innréttingu undir vask og upphengdu salerni. Walk in sturta er ásamt oppnanlegum glugga á baðherberginu.
Þvottahús er inn af eldhúsi, þar er gert ráð fyrir 2 þvottavélum og 2 þurkurum sem geta fylgt með í kaupum, hægt að ganga út á hellulagða baklóð frá þvottahúsi. Hægt er að fara upp á háaloft frá þvottahúsi.
Parket er á alrými eignarinnar.
Stór og skjólgóður sólpallur er fyrir framan allt húsið og meðfram vinstri hlið þess. Geymsluskúr er á pallinum. Lóðin er stór og gróinn.
Þetta er einstaklega fjölskulduvæn eign með 4 svefnherbergjum, Húsið er klætt að utan, einnig eru allir gluggar, þak og lagnir í góðu lagi. Hægt er að fá öll heimilistækin ásamt heitum potti með í kaupunum.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.