Sigtún 41, 450 Patreksfjörður
32.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á pöllum
3 herb.
94 m2
32.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Brunabótamat
41.250.000
Fasteignamat
17.650.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Skemmtileg íbúð á 3 pöllum við Sigtún 41.

ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING!

* SELJANDI GREIÐIR FYRIR NÝTT ÞAK - farið verður í þakskipti í maí/júní
* Búið er að endurnýja vatnslagnir 
* Innbúið fylgir með
* Ísskápur og uppþvottavél fylgir
* 2 svefnherbergi
* Rúmgóð stofa
* Rúmgott þvottahús


Lýsing á eign;
Gengið er inn í flísalagða forstofu, veggfóður er á veggjum. Skóskápur fylgir.
Þegar að inn er komið er gengið inn á mið pallinn, eldhúsið á hægri hönd. Hátt er til lofts og það er opið upp í stofuna frá alrýminu.
Búið er að fríska upp á eldhúsið með svartri filmu, múrsteins vegg klæðning er á milli skápa. Nýleg borðplata og nýleg eldhússtæki - Bakaraofn og helluborð. Einnig fylgja ísskápurog uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsi.
Þvottahús er mjög rúmgott, það er við hlið forstofunnar, þar er hátt til lofts og möguleiki á að koma fyrir millilofti. Hægt er að ganga út úr þvottahúsinu og út á stétt fyrir framan hús.
Stigi er upp á efsta pall, þar er stofan með útgengt á suður svalir. Harðparket er á gólfi. Búið er að mála skápana svarta við stigann.
Á neðsta palli eru svo 2 Svefnherbergi og baðherbergi,
Hjónaherbergið er með skápum sem búið er að filma. Útgengt er út í garð frá hjónaherberginu og komið er leyfi fyrir sólpalli á baklóðinni.
Barnaherbergið er ágætlega rúmgott, harðparket á gólfi.
Baðherbergið er með maðkari, innréttingu og salerni. Flísar eru á gófli og plötur á baðkari. 

Þetta er mjög skemmtileg eign, vel staðsett og sérlega rúmgóð.
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.