DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Opin og björt 3 herbergja íbúð með sjávarútsýni við Löngulínu 10.
Íbúðin er á 2 hæð, einnig fylgir íbúðinni stæði í bílakjallara. Íbúðin sjálf er 117,4 fm. Geymslan í sameign er 10,8 fm. Samtals eru þetta 128,2 fm.
* Óskert útsýni er út á sjó frá stofu.
* Lyfta er í húsinu
* 2 Rúmgóð svefnherbergi
* Eldhús er opið við stóra og rúmgóða stofu
* Sér þvottahús er innan eignar
* Vel staðsett Bílastæði við innganginn í bílastæðahúsi.Lýsing á eign;Langalína 10 er sérlega snyrtilegt og fallegt fjölbýlishús sem stendur við sjávarsíðuna í Garðabæ.Bílakjallari er sameiginlegur fyrir Löngulínu 10-12-14 undir öllu húsinu.
Vel staðsett bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni og er ekki skráð í fm fjölda eignarinnar.
Lyfta er í húsinu og snyrtileg sameign.
Gengið er inn í
forstofu, eikar parket er á allri eigninni að frátöldu baðherberginu/þvottahúsi.
Rúmgott
hjónaherbergi með skápum,
Rúmgott
gestaherbergi með hornglugga og skáp.
Eldhúsið er með ljósri L-laga innréttingu, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Ágætis borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofan / Borðstofan er mjög rúmgóð með glugga á 3 vegu og útgengt á svalir.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, sér sturta og baðkar eru inn á baðherbergi ásamt innréttingu með vask.
Þvottahúsið er inn af baðherberginu, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Þetta er sérlega opin og björt íbúð með óskertu útsýni út á sjó frá stofu. Hraunkotslækur rennur út í sjó steinsnar frá stofuglugganum sem gefur eigninni einstakt yfirbragð.Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.