Öldugata 11, 425 Flateyri
20.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
4 herb.
160 m2
20.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1936
Brunabótamat
41.150.000
Fasteignamat
9.960.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Öldugata 11 - Flateyri - Húsið stendur niður við sjó og tilheyrir Öldugötu en stendur í raun við Brimnesveginn, fallegt útsýni er út á fjörð frá húsinu.

** SPENNANDI EIGN Á BESTA STAÐ Á FLATEYRI **

* Búið er að skipta um alla glugga og hurðir í húsinu
- Sagað var fyrir tvöfaldri svalahurð úr stofu til að nýta dásamlegt útsýnið út á fjörðinn!
* Búið er að leggja nýtt rafmagn í allt húsið , nýtt rafmagnsinntak er frá götu og búið er að skipta um rafmagnstöflu 
* Búið er að leggja nýjar vatnslagnir í allt húsið
* Búið er að leggja fyrir nýjum ofnalögnum
* Búið er að kaupa alla rafmagns tengla frá Berker sem fylgir með
* Búið er að kaupa klósettkassa, upphengt salerni og svartan handklæðaofn sem fylgir með
* Búið er að kaupa 200 lítra hitatúbu og 12 Kw hitara fyrir ofnakerfið sem einnig er búið að leggja fyrir.
* Búið er að kaupa dúk og tjöru til að drena húsið að utan sem fylgir með
* Gert er ráð fyrir heitum potti út á pall, lagt var fyrir vatnslögn/krana út á pall og öryggi fyrir heitan pott er í töflunni.Húsið er mjög vel einangrað, en við uppbyggingu þess var allt rifið innan úr húsinu og það gert fokhelt að innan, skipta þurfti út gólfplötum víðs vegar á efri hæðinni. Primer var borin á steypta veggina áður en að þeir voru klæddir með nýrri grind, einangraðir upp á nýtt með steinull og svo klæddir með tvöföldum spónarplötum. Búið er að leggja fyrir öllum ofnalögnum og vatnslögnum inn í veggina.

* Búið er að klæða alla efri hæðina með nótuðum spónaplötum að innan og setja loftaþyljur í loftin.
* Svefnherbergin 2 ásamt holi eru tilbúin, þs búið er að klæða með nótaðri spón og setja þiljur í loftin og mála veggi. Það vantar bara gólfefnin.
* Á baðherbergið vantar rakavörðu spónaplöturnar, en búið er að setja upp loftaþiljurnar - þar er gert ráð fyrir Hallogenljósum fyrir ofan innréttingu og skrautperu í horni
* Forstofuna þarf að klæða að utan og setja hitalögn í gólf. Lýsing á eigninni;
Um er að ræða 160 fm einbýlishús á 2 hæðum við Öldugötu 11, húsið snýr út að Brimnesvegi og fallegt útsýni er út á sjó frá húsinu.
Gengið er inn í forstofu, ný útidyrahurð og franskur gluggi sem gefur eigninni skemmtilegan brag.
Opið er á milli efri og neðri hæðar, hátt er til lofts þegar að inn er komið. Búið er að klæða loft og veggi í holinu, gengið er upp 4 tröppur.
Þá er á hægri hönd rúmgott hjónaherbergi - nýr gluggi, búið er að klæða veggina með nýjum plötum á veggina, setja loftaþiljur og mála. Lagt er fyrir hallogenljósum fyrir framan skápana, einu loftljósi í miðjunni og skrautperu í horni herbergisinns. Innstungur eru beggja megin við rúmmið.
Barnaherbergið er einnig tilbúið - nýr gluggi, búið er að klæða veggina og loftin ásamt því að mála herbergið.
Baðherbergið, þar er búið að loka veggjum með spónarplötum. Seinni umferð vantar af rakavörðum plötum. Þar er gert ráð fyrir upphengdu salerni, rúmgóðri innréttingu, handklæðaofni og sturtu. Eins og áður kom fram þá er búið að kaupa klósettkassa, salerni og  svartan handklæðaofn. Gert er ráð fyrir hallogenlýsingu í loftið, ljósi fyrir aftan spegilinn og skrautperu í hornið.
Stofan og eldhús eru í opnu rými, þar er búið að saga útvegg og koma fyrir tvöfaldri svalahurð sem snýr út á sjó, lélegur sólpallur er fyrir utan. Eldhúsið er hannað á svipaðan hátt og meðfylgjandi mynd sýnir. En rafmagn og vatn er lagt miða við að á aðal veggnum sé Uppþvottavél og vaskur við gluggan, svo tekur við innrétting sem nær uppí loft, þar er gert ráð fyrir innbyggðum ísskáp og þar við hliðiná tvöföldum búrskáp/tækjaskáp með nægum rafmagnstenglum. Á móti innréttingunni er gert ráð fyrir eyju sem skiptist í skúffueiningu, eldavéla og helluborð og svo skúffueininu þar við hlið. En uppúr gólfinu er búið að leggja rafmagn fyrir helluborð og bakaraofninn.
Í kjallaranum er svo stórt sjónvarpshol / herbergi, þaðan er gengið inn í þvottahús og geymslu. Það er ekki full lofthæð á neðri hæðinni en það vantar ekki mikið uppá. Rafmagstaflan er í kjallara og einnig liggja allar vatnslagnir í kjallarann en það á eftir að tengja allt vatn, hitatúbuna og leggja lokahönd á hita og vatnskerfið í húsinu.
Búið er að klæða loftið til hálfs í sjónvarpsholinu, en restin af loftaþyljunum fylgja með.

ATH myndin af eldhúsinu sem fylgir auglýsingunni er samskonar uppsetning og ég teiknaði upp, nema að ég geri ráð fyrir ofninum undir eldavélina og tvöföldum tækjaskáp og innbyggðum ísskáp á heila vegginn þar sem vaskurinn er.

Þetta er stórskemmtilegt verkefni þar sem mest spennandi hlutinn er frammundan = Að velj gólfefni og innréttingar ;)
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.