DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
HÚSIÐ ER SELT MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.
Gullfallegt hús sem heitir HOLT og stendur við Klapparstíg 1 á Hvammstanga
Holt, Klapparstíg 1 er byggt árið 1908 (skráð 1913 í þjóðskrá) og skráð 81,1 fm.
Húsið stendur á 773 fm leigulóð með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Stór skjólgóður pallur er við húsið. Einnig eru litlar svalir.
Húsið hefur allt verið mikið endurnýjað og er í góðu ástandi.
* Búið er að skipta um alla glugga í húsinu í gamla stílnum.
* Húsið var nýlega málað að utan
* Til stendur að færa baðherbergi í kjallara hússins.
* Hellulögð innkeyrsla er við húsið
*Skjölgóð veröndLýsing á eigninni;
Frá aðalinngangi hússins er komið inn í forstofu og þaðan inn í eldhús.
Inn af eldhúsi er svefnherbergi. Frá eldhúsi er gengið upp hálfa hæð upp í elsta hluta hússins, þar er komið inn á gang þaðan sem gengið er inn í stofu með borðstofukrók.
Frá ganginum er einnig gengið inn á baðherbergi og útgengi á svalir til vesturs. Frá forstofu er gengið hálfa hæð niður í kjallara sem er steinhlaðinn, þar er annar inngangur.
Kjallari er óinnréttaður, nýbúið er að flota gólf og fyrir liggja teikningar að nýju baðherbergi í kjallara í stað baðherbergis á efri hæð, öll hreinlætistæki fylgja með (handlaug, upphengt salerni, baðkar og blöndunartæki).
Í kjallara er einnig gert ráð fyrir þvottahúsi og geymslu.
Þetta einstaka hús hefur fengið mikið viðhald sl ár.
Allar uppls um eignina gefur Steinunn í síma 839-1100 eða á [email protected] Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.