Aðalstræti 72, 450 Patreksfjörður
22.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
7 herb.
244 m2
22.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1898
Brunabótamat
53.830.000
Fasteignamat
15.200.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir 

Aðalstræti 72 eða Merkisteinn eins og húsið kallast er byggt árið 1898 og skráð skv. Þjóðskrá Íslands 221,8 fm.
Við húsið stendur gamall fiskihjallur sem byggður var árið 1936 og er skráður 23 fm.
Samtals eru skráðir fm því 244,8.

Húsið stendur á 1200 fm stóru eignarlandi fyrir neðan götu, með óhindruðu, einstöku útsýni út á sjó.
Að utan er húsið klætt með áli, tvöfalt gler er í gluggum og ástand hússins er ótrúlega gott miðað við aldur.
Húsið var byggt í þremur áföngum, en elsti hlutinn er eins og áður sagði byggður árið 1898.


Miðhæð: 
Gengið er upp steyptar tröppur á hlið hússins, þaðan er gengið inn í forstofu.
Núverandi eigendur hafa breytt húsinu á einstakan hátt,
en búið er að opna veggi og stækka alrýmið í eitt 30 fm rými og rjúfa loftið yfir stofunni að hluta til þannig að hátt er til lofts.
Húsið býr yfir sérstökum karakter þar sem lögð hefur verið talsverð vinna í að gera upprunalegt burðarvirki hússins sýnilegt,
þannig að nú fá burðarbitar, fjalir og strompur að njóta sín.
Búið er að endurnýja eldhúsið frá A-Ö ásamt rafmagni þar.
Einnig eru ný gólfefni á alrýminu, forstofu og svefnherberginu sem er á miðhæð.
Baðherbergið er í fínu standi og var endurnýjað að hluta til nýlega. Ofnlagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta til í húsinu.


Við hliðina á alrýminu er opið inn í 25 fm rými þar sem áður voru tvö svefnherbergi, hægt er að nota það t.d. sem stofu. (Í dag er þar vinnustofa fyrir listafólk)
Þar er búið að skipta út panil á veggjum og í lofti og taka loftin upp þannig að upphaflegir burðarbitar njóta sín.
Allt rafmagn hefur verið endurnýjað í þessu rými og upprunalegar viðarfjalir verið pússaðar upp og málaðar. Ný útihurð er frá þessu rými út í garð.

Efri hæð:
Gengið er upp heimasmíðaðan stiga frá alrýminu upp á efri hæð, sem er undir risi.
Þar uppi eru tvö svefnherbergi ásamt geymslu og holi. Búið er að pússa upp og mála upprunaleg viðargólf þar einnig.

Kjallari:
Húsið stendur á steyptum grunni og er rúmgóður kjallari skráður 65,6 fm.
Kjallarinn er ekki með fullri lofthæð, en þar er þvottahús, fínasta vinnuaðstaða og góðar geymslur.

Patreksfjörður stendur við samnefndan fjörð og er stærsti þéttbýlisstaðurinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúafjöldi er um 700 manns og er öll helsta þjónusta þar í boði líkt og sjúkrahús, grunnskóli, leikskóli, bókasafn, pósthús, apótek, banki, líkamsrækt, matvörubúðir, áfengisverslun, veitingastaðir, sundlaug og fleira. Sundlaugin er utandyra með heitum pottum og gufubaði, auk glæsilegs útsýnis yfir fjörðinn. Að auki er í bænum kvikmyndahúsið Skjaldborg sem Lionsklúbbur Patreksfjarðar rekur og eru sýndar kvikmyndir þar nokkrum sinnum í viku.

Náttúrufegurð er mikil í nágrenni bæjarins og eru margir af fegurstu og vinsælustu áningarstöðum ferðamanna á Vestfjörðum eru í þægilegu ökufæri frá Patreksfirði svo sem Vatnsfjörður, Rauðasandur, Dynjandi og Látrabjarg. 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]

*****************************************************************************************************

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðil
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.