Aðalstræti 43, 450 Patreksfjörður
8.000.000 Kr.
Hæð/ Hæð í tvíbýlishúsi
3 herb.
78 m2
8.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1937
Brunabótamat
25.650.000
Fasteignamat
8.310.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir 

2-3 herbergja 78,5 fm íbúð á efri hæð í tveggja hæða steyptu húsi með frábæru útsýni.

Lýsing á eign:
Gengið er inn um sameiginlegan inngang með neðri hæðinni, brattur stigi er að íbúðinni, dúkur á gólfi.
Eldhús plastparket er á gólfi og eldhúsinnrétting, rúmgóður borðkrókur. Eldhúsið þarfnast mikils viðhalds.
Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa, salerni og innréttingu með vask. Gert er ráð fyrir þvottavél inn á baði. (Sameiginlegt þvottahús er á neðri hæð hússins, gengið er þar inn utanfrá)
Tvær samliggjandi stofur, en mögulegt er að breyta annarri þeirra í herbergi, búið er að loka fyrir hurðagatið á innri stofunni sem snýr fram á gang. 
Gangurinn er með panil upp á miðja veggi, gengið er út á steyptar svalir frá gangi. 
Hjónaherbergi er með innbyggðum skápum, parket dúkur á gólfi.
Gólfefni á íbúðinni þarfnast endurnýjunar. Innihurðar og fataskápur í hjónaherbergi þarfnast endurnýjunar. Sólbekki þarf að endurnýja.
Gengið er inn um sér inngang í sameiginlegt þvottahús / geymsla á hægri hlið hússins. Aðkomuréttur frá báðum eignum er um þvottahúsið, innangengt er frá jarðhæðinni.
 
Húsið er klætt að utan með múrhúð sem þarfnast endurnýjunar. Þakjárn þarfnast endurnýjunar. Múrskemmdir eru við glugga. Gluggar og gler þarfnast endurnýjunar. Svalir eru ónýtar og þarfnast endurnýjunar.
Vatnslagnir þarfnast viðhalds. Yfirfara þarf rafmagn, raflagnir eru upprunalegar og þarfnast endurnýjunar. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir. Nýlega varð vatnstjón í íbúðinni vegna stíflu á svölum sem varð til þess að það flæddi inn í íbúðina. Nýlega rann vatn undir sökkul og plötu hússins.  Sér bílastæði fylgir eigninni vinstra megin við húsið. Laga þarf stétt við húsið.
 
Eigandi íbúðarinnar hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ástand hennar ekki mjög vel, áhugasömum er því bent á að skoða eignina gaumgæfilega með fagmönnum. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

 
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]

*****************************************************************************************************

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðil
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.