Brunnar 13, 450 Patreksfjörður
16.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
95 m2
16.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Brunabótamat
29.200.000
Fasteignamat
10.400.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir 

Mjög skemmtilegt parhús við Brunna 13 á Patreksfirði. Húsið er sérlega vel skipulagt - opið & bjart.

Húsið sjálft er 95,8 fm, einnig fylgir 4,8 fm sameiginlegt þvottahús, húsið er byggt árið 1962 úr timbri og klætt með járni að utan. Nýlegt þak er á húsinu.

* Skjólgóð verönd er út frá stofu
* Húsið er vel skipulagt
* 2 Svefnherbergi & 2 stofur og því möguleiki á að bæta við 1 svefnherbergi

Lýsing á eigninni;
Sér bílastæði er við húsið, gengið er upp meðfram húsinu og sjálfur inngangurinn er að baka til.
Rúmgóð forstofa, þaðan er gengið inn í sameiginlegt þvottahús. Þvottahúsið er með 2 opnanlegum gluggum og sér hitakút fyrir hvora íbúð og því væri lítið mál að skipta þvottahúsinu í tvennt með léttum vegg.
Ágætis geymsla er inn af forstofunni, þar er rafmagnstaflan.
Gengið er inn í rúmgott hol / borðstofu með stórum glugga ( hægt væri að breyta þessu rými í herbergi ), þaðan er gengið inn í eldhús.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu og dúk á gólfi, borðkrókur er undir glugga.
Svefngangur með lokanlegri hurð.
Barnaherbergi með teppi á gólfi,
Baðherbergið er með sturtuklefa, salerni, handlaug og opnanlegum glugga.
Hjónaherbergið er með innbyggðum skáp með rennihurðum, dúkur á gólfi.
Stofan er opin og björt með stórum glugga, þaðan er útgengt út á sólpall sem snýr í suður.
Garðurinn er þokkalega stór og að mestu lokaður af með runna umhverfis húsið.

Þetta er ofsalega skemmtilegt hús, það er að mestu upprunalegt að innan og því komin tími á viðhald.  

Allar uppls gefur Steinunn í síma 839-1100 eða á [email protected]

 
 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]

*****************************************************************************************************

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðil
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.