DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir
Til sölu er GAMLA BÆJARSKRIFSTOFAN VIÐ Aðalstræti 63, Patreksfirði
* Húsið er steypt og byggt árið 1916, á tveimur hæðum. Húsið er klætt að utan með járni.
* Húsið er skráð samkv fmr. 282 fm og skýli við innganginn er 13,9 fm. Húsið er því samtals 295,9 fm.Lýsing á eign;Gengið er inn á neðri hæð hússins, þegar að inn er komið tekur við forstofa og þaðan er gengið upp veglegan stiga upp á efri hæð hússins.
Efri hæðin skiptist í 5 skrifstofur, opið skjalahorn og stóran sal þar sem að áður var móttakan. Veglegur peningaskápur er á efri hæðinni. Hátt er til lofts og stórir gluggar sem gefa hæðinni einstakan sjarma!
Neðri hæðin er á 3 pöllum; Gengið er inn í holið, þar á móti er eldhús/kaffistofa, eitt herbergi, kyndiklefi, afstúkað rafmagshorn með rennihurð, gengið er niður
2 þrep að baðherbergjunum. Fundarsalurinn er svo innst í rýminu, þar þarf að ganga niður
3 tröppur. Salurinn sjálfur er mjög stór og rúmgóður, teppi er á gólfi og veggir eru viðarklæddir.
Gólfefni eru dúkur, flísar og teppi.Þetta er virkilega spennandi eign sem bíður upp á mikla möguleika. Allar uppls gefur Steinunn Lgfs. í s; 839-1100 eða á [email protected] Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]
*****************************************************************************************************
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðil
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.