Aðalstræti 120, 450 Patreksfjörður
17.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
12 herb.
267 m2
17.900.000
Stofur
4
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
70.650.000
Fasteignamat
9.537.000

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir 

Sólvellir heitir þetta fallega hús, það stendur á Aðalstræti 120 Patreksfirði.

Húsið er stórt tveggja íbúða hús. Efri hæðin er skráð 146,6 fm og neðri hæðin er 121,1 fm. Samtals eru þetta 267,8 fm

* Frábær staðsetning með dásamlegu útsýni yfir fjörðin
* Húsið bíður upp á mikla möguleika, samtals eru 10 - 12 herbergi í húsinu + 2 eldhús + 2 baðherbergi.
* 2 inngangar eru inn í húsið á neðri hæðinni og því lítið mál að skipta henni upp í sitthvora íbúðina.
* Húsið var sprungubætt að utan og málað sl. sumar.


Lýsing á efri hæðinni; 4 Svefnherbergi, Stofa, Borðstofa, þvottahús og baðherbergi.
Efri hæðin hefur sér fastanúmer og því hægt að selja eignina í sitthvoru lagi. Efri hæðin er eins og áður sagði 146,6 fm.
Gengið er inn í flísalagða forstofu, þaðan er hægt að ganga upp á efri hæðina og niður á þá neðri.
Þegar að upp er komið tekur á móti manni gangur í sitthvora áttina, ef gengið er til hægri má finna Stofu + borðstofu, svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Þegar að gengið er til vinstri er eldhúsið og 3 rúmgóð svefnherbergi.
Stofan / borðstofan er stór og rúmgóð með glugga á 3 vegu, spónarparket er á gólfi og panill á veggjum að hluta. 
Rúmgott herbergi er við hlið stofunnar, en þar er hurð á milli sem að búið er að loka en lítið mál er að nýta það sem sjónvarpshol með tengingu við stofuna.
Rúmgott þvottahús með gömlum dúk á gólfi, þar var eldhúsið hér áður fyrr
Baðherbergið er með ljósum flísum, hvít innrétting og gert er ráð fyrir sturtu. 
Eldhúsið er með eikar innréttingu, nýlegt harðparket á gólfi (hægt er að færa eldhúsið aftur í þvottahús rýmið og ná þannig í herbergi nr. 5 þar sem eldhúsið er)
3 mjög rúmgóð svefnherbergi, skápar eru í hjónaherberginu.

Neðri hæðin er skráð 121,1 fm en upphaflega voru 2 inngangar í húsið beggja megin við það en búið er að loka fyrir innganginn austan megin við húsið.

Þegar að niður er komið er sama fyrirkomulag og uppi, langur gangur og möguleiki er að hafa 7 svefnherbergi + þvottahús og baðhebergi + geymsla undir stiga.
Eða að skipta neðri hæðinni upp í sitthvora íbúðina.
Ekki er full lofthæð á neðri hæðinni.
Gólfefnin eru léleg á neðri hæðinni.

** Lóðin er stór og gróin, lítill sólpallur er fyrir framan húsið sem þó er komin vel til ára sinna, þar er heitur pottur sem að fylgir en dælan er sennilega ekki í lagi.
** Húsið er kynnt með rafmagnsofnum, gluggar og gler eru komin á tíma ásamt viðhaldi að innan.
** Rafmagnstafla er á hvorri hæð fyrir sig.

 

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á [email protected]

*****************************************************************************************************

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðil
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.